Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2023 20:06 Jóhanna er að fara í þriðju aðgerðina á sjúkrahúsi í Svíþjóð hjá íslenskum lækni vegna Fitubjúgsins. Henni finnst gott að opna sig með sjúkdóminn, sem hún segir að eigi ekki að vera feimnismál. Aðsend Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend
Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira