Fordæma uppsagnir og krefjast þess að ráðherra axli ábyrgð Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 20:44 Starfsfólk Grundarheimilanna í Hveragerði vill halda störfum sínum. Efling Trúnaðarráð Eflingar fordæmir harðlega fjöldauppsagnir sem beinast gegn Eflingarfélögum á starfsstöðvum Grundarheimilanna í Hveragerði . Trúnaðarráð krefst þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Þetta segir í ályktun trúnaðarráðsins, sem samþykkt var á fund þess í kvöld. Starfsfólki Grundarheimilana var boðið á fundinn sem heiðursgestum. Þar segir að uppsagnirnar, sem sagðar eru grimmileg aðgerð, þýði að vel á þriðja tug Eflingarfélaga, sumir með meira en þrjátíu ára starfsreynslu, muni missa vinnuna. Þeir muni horfa upp á störfin sín lenda í höndum einkarekinna þrifafyrirtækja sem bjóði starfsfólki verri kjör og réttindi. „Með þessu hyggjast Grundarheimilin koma sér hjá að veita starfsfólki sínu dýrmæt réttindi tengd veikindum, orlofi og uppsagnarvernd sem verkafólk hefur barist fyrir og áunnið sér á liðnum áratugum.“ Svívirðilegt brot á verkafólki „Trúnaðarráð lýsir djúpri hneykslun á því að stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé skuli brjóta með þessum svívirðilega hætti á verkafólki og stunda þannig í reynd félagsleg undirboð í sinni ógeðfelldustu mynd,“ segir í ályktuninni. Þá er þess krafist að heilbrigðisráðherra axli ábyrgð á þessari þróun. Trúnaðarráð styðji starfsfólk Grundarheimilanna heils hugar og lýsi aðdáun á baráttu þeirra. Allar dyr félagsins standi þeim opnar og engu ver'i til sparað til að knýja á um þá kröfu að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Stéttarfélög Hveragerði Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Þetta segir í ályktun trúnaðarráðsins, sem samþykkt var á fund þess í kvöld. Starfsfólki Grundarheimilana var boðið á fundinn sem heiðursgestum. Þar segir að uppsagnirnar, sem sagðar eru grimmileg aðgerð, þýði að vel á þriðja tug Eflingarfélaga, sumir með meira en þrjátíu ára starfsreynslu, muni missa vinnuna. Þeir muni horfa upp á störfin sín lenda í höndum einkarekinna þrifafyrirtækja sem bjóði starfsfólki verri kjör og réttindi. „Með þessu hyggjast Grundarheimilin koma sér hjá að veita starfsfólki sínu dýrmæt réttindi tengd veikindum, orlofi og uppsagnarvernd sem verkafólk hefur barist fyrir og áunnið sér á liðnum áratugum.“ Svívirðilegt brot á verkafólki „Trúnaðarráð lýsir djúpri hneykslun á því að stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé skuli brjóta með þessum svívirðilega hætti á verkafólki og stunda þannig í reynd félagsleg undirboð í sinni ógeðfelldustu mynd,“ segir í ályktuninni. Þá er þess krafist að heilbrigðisráðherra axli ábyrgð á þessari þróun. Trúnaðarráð styðji starfsfólk Grundarheimilanna heils hugar og lýsi aðdáun á baráttu þeirra. Allar dyr félagsins standi þeim opnar og engu ver'i til sparað til að knýja á um þá kröfu að uppsagnirnar verði dregnar til baka.
Stéttarfélög Hveragerði Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira