Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2023 09:04 Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. Steingrímur Dúi Másson Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá helstu sérfræðinga Norðurlandanna í vetni á ráðstefnu á Fosshóteli í Reykjavík. Þar voru saman komnir vísindamenn frá háskólum og rannsóknastofnunum á Norðurlöndunum en einnig fulltrúar atvinnulífsins. Lausnirnar gætu skipt Íslendinga miklu máli. „Við erum svo heppin að eiga mikið af grænni orku og það hefur verið mikið í umræðunni hér á landi að framleiða það sem heitir grænt vetni með hreinni orku,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. En einnig annað rafeldsneyti, eins og ammoníak og metanól. Hún spáir því að fyrstu vetnistrukkarnir aki á Íslandi á næsta ári. „Við munum klárlega geta nýtt vetni bæði fyrir þungaflutninga og ábyggilega stærri tegundir af skipum,“ segir Anna Margrét. Hér má sjá lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið: Norðmenn eru komnir af stað með spennandi þróunarverkefni. „Við höfum byggt upp svokallaðar vetnisstöðvar sem hafa verið fjármagnaðar í Noregi. Þær eru víða um land og framleiða vetni í stórum stíl til nota í sjóflutningum,“ segir Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Norðmenn eru meira segja byrjaðir að knýja skip með vetni. „Við erum með ferju sem heitir MF Hydra og er þegar starfrækt til farþegaflutninga. Við höfum sett á stofn verkefni sem miðast við minni farartæki, til dæmis fiskibáta og báta í fiskeldi,“ segir Sigrid. Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Steingrímur Dúi Másson Ef Ísland ætlar að vera með þarf að byggja upp þekkingu á vetni og innviðum, segir Anna Margrét. „Við þurfum að leggjast í gríðarlegar fjárfestingar á innviðum, bæði til framleiðslu, dreifingar og geymslu á þessu eldsneyti, vetni eða metanóli eða ammoníaki, eða hvað það er. Og ekki síst þurfum við að ráðast í það að veita tækjakaupastyrki vegna þess að, enn sem komið er, er þessi vistvæna tækni dýrari en þessi hefðbundna sem nýtir jarðefnaeldsneyti. Þannig að fyrirtæki sem eru í samkeppnisumhverfi eiga ekki eins auðvelt með að ráðast í þessar fjárfestingar.“ Auk þess þurfi að byggja upp raforkukerfið og styrkja dreifikerfið og flutningskerfið. „Við munum ekki sigra orkuskiptin á nýtninni einni saman,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39 Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá helstu sérfræðinga Norðurlandanna í vetni á ráðstefnu á Fosshóteli í Reykjavík. Þar voru saman komnir vísindamenn frá háskólum og rannsóknastofnunum á Norðurlöndunum en einnig fulltrúar atvinnulífsins. Lausnirnar gætu skipt Íslendinga miklu máli. „Við erum svo heppin að eiga mikið af grænni orku og það hefur verið mikið í umræðunni hér á landi að framleiða það sem heitir grænt vetni með hreinni orku,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri nýorku. En einnig annað rafeldsneyti, eins og ammoníak og metanól. Hún spáir því að fyrstu vetnistrukkarnir aki á Íslandi á næsta ári. „Við munum klárlega geta nýtt vetni bæði fyrir þungaflutninga og ábyggilega stærri tegundir af skipum,“ segir Anna Margrét. Hér má sjá lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið: Norðmenn eru komnir af stað með spennandi þróunarverkefni. „Við höfum byggt upp svokallaðar vetnisstöðvar sem hafa verið fjármagnaðar í Noregi. Þær eru víða um land og framleiða vetni í stórum stíl til nota í sjóflutningum,“ segir Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Norðmenn eru meira segja byrjaðir að knýja skip með vetni. „Við erum með ferju sem heitir MF Hydra og er þegar starfrækt til farþegaflutninga. Við höfum sett á stofn verkefni sem miðast við minni farartæki, til dæmis fiskibáta og báta í fiskeldi,“ segir Sigrid. Sigrid Lædre, rannsóknastjóri Sintef í Noregi. Steingrímur Dúi Másson Ef Ísland ætlar að vera með þarf að byggja upp þekkingu á vetni og innviðum, segir Anna Margrét. „Við þurfum að leggjast í gríðarlegar fjárfestingar á innviðum, bæði til framleiðslu, dreifingar og geymslu á þessu eldsneyti, vetni eða metanóli eða ammoníaki, eða hvað það er. Og ekki síst þurfum við að ráðast í það að veita tækjakaupastyrki vegna þess að, enn sem komið er, er þessi vistvæna tækni dýrari en þessi hefðbundna sem nýtir jarðefnaeldsneyti. Þannig að fyrirtæki sem eru í samkeppnisumhverfi eiga ekki eins auðvelt með að ráðast í þessar fjárfestingar.“ Auk þess þurfi að byggja upp raforkukerfið og styrkja dreifikerfið og flutningskerfið. „Við munum ekki sigra orkuskiptin á nýtninni einni saman,“ segir Anna Margrét Kornelíusdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39 Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. 14. apríl 2023 10:11
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. 10. apríl 2023 09:39
Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna. 29. ágúst 2022 20:41
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20