Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Haraldur Þór Jónsson skrifar 7. október 2023 07:01 Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun