Skrifaði greinina fyrir litla strákinn í kjólnum Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2023 11:52 Guðfinnur er hársnyrtir og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Guðfinnur Sigurvinsson, hársnyrtir og bæjarfulltrúi í Garðabæ, fer yfir fordóma og fræðslu í grein sem hann skrifar um reynslu sína sem samkynhneigður karlmaður og þá fræðslu sem hann fékk ekki sem barn, en hefði þurft. „Ég skrifaði greinina fyrir litla strákinn sem ég segi frá í lok greinarinnar því ég vil stuðla að því að sagan haldi ekki stöðugt áfram að endurtaka sig enda hefur hún þegar reynst alltof mörgum of dýrkeypt,“ segir Guðfinnur um grein sem hann skrifaði og birti á vef Vísis um helgina. Greinin hefur vakið mikla athygli og margir þakkað honum og hrósað fyrir greinina á samfélagsmiðlum. Greinina má lesa hér að neðan. Drengurinn sem Guðfinnur vísar til er tengdur honum, býr í sveit og er, að sögn Guðfinns, ekki með regnbogafólk sér nærri. Drengurinn hafi frá unga aldri viljað ganga í kjólum og leika sér með „stelpudót“. Fjölskyldan hafi tekið þessu opnum örmum. Guðfinnur segist vonast til þess að þegar drengurinn byrji í grunnskóla verði honum tekið jafn vel. En til þess að svo verði þurfi að tryggja fræðslu, og það snemma. „Það tók mig 45 ár af lífsins þroska og langa úrvinnslu erfiðra tilfinninga og upplifana að bæði skrifa og birta þessa grein þar sem ég legg þessi spil á borð án þess að fá í magann og finna taugakerfið nötra af ótta við álit annarra. ...Þetta er fortíðin mín, grafin út í móa og áhrifalaus með öllu á mig í nútímanum,“ segir Guðfinnur um greinina á Facebook-síðu sinni. í greininni ber hann mannfólkið saman við hænur og segir hinn viti borna mann haga sér eins og hænu sem reki þá veikustu út í horn og út í dauðann. Tilefni greinarinnar er umræða um fræðslu á vegum Samtökunum ´78 og fordómar gegn trans fólki. „Þegar umræða og fræðsla eykst um ólíkan félagslegan veruleika fólks og úr verður vaxandi skilningur samfélagsins verja ráðandi hænurnar stöðu sína með að draga athyglina að því sem vekur mesta spéhræðslu fólks, það er hin helgu vé, kynlífið og kynfærin. Og tengja þessa þætti verndun æskunnar. Þarna er alltaf hægt að hrista upp í fólki og hvetja til árásargirni. Þetta höfum við séð og lesið síðustu vikur tengt transfólki sem er nú samkvæmt nettröllum helsta ógnin við börn landsins,“ segir Guðfinnur í greininni . Hann segir, í greinninni, að vikum saman hafi röngum upplýsingum verið dreift á samfélagsmiðla og samfélagið allt um fræðslu á vegum Samtakanna ´78. Garðabær, þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi, sé aðili að þverpólitískum fræðslusamningi við samtökin sem hann hafi stutt. Hann tengir svo umræðuna við sinn eigin veruleika, þegar hann hafi verið að alast upp sem samkynhneigður drengur í Keflavík, og segir að ekki hafi endilega verið þörf á kynfræðslu heldur fræðslu eins og samtökin eru með, um „félagslegan veruleika“ þeirra sem „frábrugðin eru hænsnahjörðinni“. Margt sem hann hefði viljað læra „Ég þurfti eftir á að hyggja minna á kynfræðslu að halda en mun meira á fræðslu um þann félagslega veruleika sem bíður þeirra sem teljast frábrugðin í hænsnahjörðinni. Það hefðu hinar hænurnar líka þurft til að skilja minn veruleika betur sem þær gera í raun ekki fyllilega enn,“ segir Guðfinnur í greininni og telur upp nokkur dæmi um atriði sem hann hefði þurft að vita en var ekki fræddur um. Eins og um glervegginn sem myndi mæta honum sem samkynhneigðum karlmanni á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þá fer hann einnig í greininni yfir þann fjölbreytileika sem rúmast innan Regnbogafjölskyldunnar en segir að þar sé einnig goggunarröð. Þótt svo að fólk innan samfélagsins eigi sumt sameiginlegt þá séu þau ólík og með ólíkar skoðanir. Greininni lýkur hann svo á sögu um drenginn í sveitinni. „Hann þarf aldrei að fela neitt eða upplifa skömm þar sem við erum og vera hans hér í þessum heimi hefur gert hænsnakofann okkar allra að betri, litríkari og fallegri stað þar sem hver má njóta sín á eigin forsendum því það er friður og öryggi fyrir öll í okkar litla hænsnakofa. – Um þetta snýst allt málið. Svo óskaplega einfalt þegar allt kemur til alls. Í hvaða hænsnakofa vilt þú búa?“ spyr Guðfinnur að lokum í greininni. Hinsegin Jafnréttismál Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þegar menn verða hænsn Að vekja ótta, ógeð og viðbjóð á því sem er frábrugðið og öðruvísi meginstraumnum til að upphefja eigið norm og styrkja sína stöðu er manneskjunni því miður eðlislægt og er rót alls þess versta í mannlegu eðli, eins og sagan hefur margsinnis sýnt okkur. Þetta er leið til að viðhalda undirokun minnihlutahópa og byggir á sama kerfi og hænsn hafa sér komið upp. Þar sem skýr goggunarröð ríkir. Hænan með mestu og stærstu fjaðrirnar ræðst á aðra sem hefur færri fjaðrir. Sú ræðst á enn aðra sem telst henni óæðri – þar til hin síðasta er hrakin út í rauðan dauðann af öllum hópnum. Jaðarsett og réttdræp, reitt öllum sínum fjöðrum. Ergo, hinn viti borni maður hagar sér eins og hæna þegar allt kemur til alls. 8. október 2023 19:08 Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. 5. júlí 2022 11:57 Almar efstur á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Almar Guðmundsson leiðir listann en hann sigraði í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum. 24. mars 2022 19:37 Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi. 17. janúar 2022 11:43 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Ég skrifaði greinina fyrir litla strákinn sem ég segi frá í lok greinarinnar því ég vil stuðla að því að sagan haldi ekki stöðugt áfram að endurtaka sig enda hefur hún þegar reynst alltof mörgum of dýrkeypt,“ segir Guðfinnur um grein sem hann skrifaði og birti á vef Vísis um helgina. Greinin hefur vakið mikla athygli og margir þakkað honum og hrósað fyrir greinina á samfélagsmiðlum. Greinina má lesa hér að neðan. Drengurinn sem Guðfinnur vísar til er tengdur honum, býr í sveit og er, að sögn Guðfinns, ekki með regnbogafólk sér nærri. Drengurinn hafi frá unga aldri viljað ganga í kjólum og leika sér með „stelpudót“. Fjölskyldan hafi tekið þessu opnum örmum. Guðfinnur segist vonast til þess að þegar drengurinn byrji í grunnskóla verði honum tekið jafn vel. En til þess að svo verði þurfi að tryggja fræðslu, og það snemma. „Það tók mig 45 ár af lífsins þroska og langa úrvinnslu erfiðra tilfinninga og upplifana að bæði skrifa og birta þessa grein þar sem ég legg þessi spil á borð án þess að fá í magann og finna taugakerfið nötra af ótta við álit annarra. ...Þetta er fortíðin mín, grafin út í móa og áhrifalaus með öllu á mig í nútímanum,“ segir Guðfinnur um greinina á Facebook-síðu sinni. í greininni ber hann mannfólkið saman við hænur og segir hinn viti borna mann haga sér eins og hænu sem reki þá veikustu út í horn og út í dauðann. Tilefni greinarinnar er umræða um fræðslu á vegum Samtökunum ´78 og fordómar gegn trans fólki. „Þegar umræða og fræðsla eykst um ólíkan félagslegan veruleika fólks og úr verður vaxandi skilningur samfélagsins verja ráðandi hænurnar stöðu sína með að draga athyglina að því sem vekur mesta spéhræðslu fólks, það er hin helgu vé, kynlífið og kynfærin. Og tengja þessa þætti verndun æskunnar. Þarna er alltaf hægt að hrista upp í fólki og hvetja til árásargirni. Þetta höfum við séð og lesið síðustu vikur tengt transfólki sem er nú samkvæmt nettröllum helsta ógnin við börn landsins,“ segir Guðfinnur í greininni . Hann segir, í greinninni, að vikum saman hafi röngum upplýsingum verið dreift á samfélagsmiðla og samfélagið allt um fræðslu á vegum Samtakanna ´78. Garðabær, þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi, sé aðili að þverpólitískum fræðslusamningi við samtökin sem hann hafi stutt. Hann tengir svo umræðuna við sinn eigin veruleika, þegar hann hafi verið að alast upp sem samkynhneigður drengur í Keflavík, og segir að ekki hafi endilega verið þörf á kynfræðslu heldur fræðslu eins og samtökin eru með, um „félagslegan veruleika“ þeirra sem „frábrugðin eru hænsnahjörðinni“. Margt sem hann hefði viljað læra „Ég þurfti eftir á að hyggja minna á kynfræðslu að halda en mun meira á fræðslu um þann félagslega veruleika sem bíður þeirra sem teljast frábrugðin í hænsnahjörðinni. Það hefðu hinar hænurnar líka þurft til að skilja minn veruleika betur sem þær gera í raun ekki fyllilega enn,“ segir Guðfinnur í greininni og telur upp nokkur dæmi um atriði sem hann hefði þurft að vita en var ekki fræddur um. Eins og um glervegginn sem myndi mæta honum sem samkynhneigðum karlmanni á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þá fer hann einnig í greininni yfir þann fjölbreytileika sem rúmast innan Regnbogafjölskyldunnar en segir að þar sé einnig goggunarröð. Þótt svo að fólk innan samfélagsins eigi sumt sameiginlegt þá séu þau ólík og með ólíkar skoðanir. Greininni lýkur hann svo á sögu um drenginn í sveitinni. „Hann þarf aldrei að fela neitt eða upplifa skömm þar sem við erum og vera hans hér í þessum heimi hefur gert hænsnakofann okkar allra að betri, litríkari og fallegri stað þar sem hver má njóta sín á eigin forsendum því það er friður og öryggi fyrir öll í okkar litla hænsnakofa. – Um þetta snýst allt málið. Svo óskaplega einfalt þegar allt kemur til alls. Í hvaða hænsnakofa vilt þú búa?“ spyr Guðfinnur að lokum í greininni.
Hinsegin Jafnréttismál Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þegar menn verða hænsn Að vekja ótta, ógeð og viðbjóð á því sem er frábrugðið og öðruvísi meginstraumnum til að upphefja eigið norm og styrkja sína stöðu er manneskjunni því miður eðlislægt og er rót alls þess versta í mannlegu eðli, eins og sagan hefur margsinnis sýnt okkur. Þetta er leið til að viðhalda undirokun minnihlutahópa og byggir á sama kerfi og hænsn hafa sér komið upp. Þar sem skýr goggunarröð ríkir. Hænan með mestu og stærstu fjaðrirnar ræðst á aðra sem hefur færri fjaðrir. Sú ræðst á enn aðra sem telst henni óæðri – þar til hin síðasta er hrakin út í rauðan dauðann af öllum hópnum. Jaðarsett og réttdræp, reitt öllum sínum fjöðrum. Ergo, hinn viti borni maður hagar sér eins og hæna þegar allt kemur til alls. 8. október 2023 19:08 Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. 5. júlí 2022 11:57 Almar efstur á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Almar Guðmundsson leiðir listann en hann sigraði í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum. 24. mars 2022 19:37 Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi. 17. janúar 2022 11:43 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þegar menn verða hænsn Að vekja ótta, ógeð og viðbjóð á því sem er frábrugðið og öðruvísi meginstraumnum til að upphefja eigið norm og styrkja sína stöðu er manneskjunni því miður eðlislægt og er rót alls þess versta í mannlegu eðli, eins og sagan hefur margsinnis sýnt okkur. Þetta er leið til að viðhalda undirokun minnihlutahópa og byggir á sama kerfi og hænsn hafa sér komið upp. Þar sem skýr goggunarröð ríkir. Hænan með mestu og stærstu fjaðrirnar ræðst á aðra sem hefur færri fjaðrir. Sú ræðst á enn aðra sem telst henni óæðri – þar til hin síðasta er hrakin út í rauðan dauðann af öllum hópnum. Jaðarsett og réttdræp, reitt öllum sínum fjöðrum. Ergo, hinn viti borni maður hagar sér eins og hæna þegar allt kemur til alls. 8. október 2023 19:08
Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. 5. júlí 2022 11:57
Almar efstur á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur birt framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Almar Guðmundsson leiðir listann en hann sigraði í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum. 24. mars 2022 19:37
Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi. 17. janúar 2022 11:43