Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2023 19:30 Vanda segir að skipt verði um gras sem fyrst en óvíst sé hvernig gras verði lagt á völlinn. Vísir/Samsett/Einar/Vilhelm KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft)
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01