Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Sylvía Rós Bjarkadóttir skrifar 10. október 2023 08:00 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun