Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög Eva Hauksdóttir skrifar 10. október 2023 11:30 Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar