Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög Eva Hauksdóttir skrifar 10. október 2023 11:30 Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun