Galdrabrennur nútímans Kristján Ingimarsson skrifar 11. október 2023 14:00 Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun