„Stríð er ekki róleg skógarferð“ Tom Brenner skrifar 12. október 2023 11:01 Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun