Þrjár klemmur ríkisstjórnarinnar Þórarinn Hjartarson skrifar 13. október 2023 11:00 Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim. Klemma 1: Álit umboðsmanns Fyrsti hausverkurinn sem ríkisstjórnin – og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn – stendur frammi fyrir er hvernig skuli túlka álit umboðsmanns Alþingis. Í fljótu bragði mætti segja að tvær túlkanir séu mögulegar: Álitið er áfellisdómur yfir embættisverkum Bjarna Benediktssonar. Full innistæða sé því fyrir afsögn Bjarna enda hafi hann bersýnilega brotið af sér í embætti. Ákvörðun Bjarna sé því bæði skiljanleg og virðingarverð (í ljósi fárra fordæma fyrir afsögnum íslenskra ráðherra eftir sambærilega úrskurði). Forsendur álitsins eru gagnrýniverðar. Ekki sé tilefni til að Bjarni láti af embætti enda hnígi mörg rök að því að hann hafi ekkert gert af sér. Bjarni hrökklast því úr embætti fyrir litlar sakir. Fulltrúar stjórnarflokkanna hafa stuðst við einhvers konar sambræðslu þessara túlkana í viðbrögðum sínum síðustu sólarhringa. Bjarni hafi í raun ekki brotið alvarlega af sér – en samt sé skiljanlegt að hann hafi sagt af sér. Hvort það sé til marks um sterkan stjórnmálamenn, eins og Sjálfstæðismenn vilja meina, skal ósagt látið. Hvað á að gera við Bjarna? Hvað sem túlkunum líður standa stjórnarliðar frammi fyrir stórri spurningu: hvað á að gera við Bjarna? Vitaskuld væri snyrtilegast að ráðherra sem segir af sér eftir ávirðingar um brot í starfi hverfi úr ríkisstjórn, enda hefð fyrir því, en ef marka má fréttaflutning virðast aðrar útfærslur vera á borðinu. Skal engan undra, enda er stjórnarsamstarfið milli steins og sleggju. Öllum ætti nú að vera ljóst að ríkisstjórnin hangir á nánu samstarfi flokksformannanna þriggja. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa öll haft orð á því á undanförnum árum hvað traustið þeirra á milli sé gott. Bjarni sé raunar einn besti samstarfsmaður sem Katrín hefur átt. Stjórnmálaskýrendur telja þríeykið í raun vera límið sem haldi ósamstíga ríkisstjórn saman. Því er augljóst að andinn í ríkisstjórn myndi breytast ef þriðjungur límsins hverfur úr ríkisstjórn. Þar að auki verður það að teljast afkáralegt ef að formaður stærsta stjórnmálaflokksins í ríkisstjórninni eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið. Sitji áhrifalítill í þingsalnum meðal annarra óbreytta þingmanna. Í því ljósi er skiljanlegt að stjórnarflokkarnir vinni nú að því að finna hlutverk fyrir Bjarna í ríkisstjórninni (skal þá ósagt látið hvort annar ráðherrastóll fyrir Bjarna sé til marks um að hann hafi axlað ábyrgð eða sagt af sér í raun, eins og gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar benda á). Tveir valmöguleikar virðast vera í stöðunni: Klemma 2: Hrein stólaskipti Bjarni getur átt stólaskipti við annan ráðherra. Flokkarnir þrír skiptu með sér ráðherraembættum við upphaf kjörtímabilsins og því auðveldast fyrir Bjarna að skipta við annan ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur utanríkisráðuneytið oftast verið nefnt og myndi því Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verða fjármálaráðherra. Þetta virðist á pappírunum vera nokkuð einföld leið til að vinda ofan af stöðunni. Hins vegar er einn stór galli á þessari gjöf Njarðar: fordæmið. Pólitískir andstæðingar, innan sem utan ríkisstjórnar, bíða nú í ofvæni eftir að umboðsmaður Alþingis skili áliti sínu á embættisfærslum Svandísar Svavarsdóttur í tengslum við frestun hvalveiða í sumar. Fari svo að Svandís fái ákúrur, eins og flestir greinendur búast við, verður umsvifalaust gerð sú krafa að hún láti af embætti. Það verður að teljast skiljanlegt og eðlilegt eftir frumkvæði Bjarna á þriðjudaginn. Ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa á þeim tímapunkti haft stólaskipti eftir afsögn Bjarna væri því að sama skapi skiljanlegt og eðlilegt að Svandís geri slíkt hið sama. Bjarni myndi með stólaskiptum setja það fordæmi að þegar ráðherra þessarar ríkisstjórnar segir af sér þá fái hann annað ráðherraembætti í staðinn. Bjarni væri því að gera Guðmund Inga Guðbrandsson að sjávarútvegsráðherra, enda verður að teljast ólíklegt að Svandís yrði gerði að forsætisráðherra eftir brot í starfi. Ef marka má óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins með embættisfærslur Guðmundar Inga, ekki síst friðanir undir lok síðasta kjörtímabils, munu vafalaust margir Sjálfstæðismenn telja þarna farið úr öskunni í eldinn. Klemma 3: Uppstokkun Vilji Bjarni hins vegar ekki setja þetta fordæmi er í raun aðeins einn valkostur eftir, í ljósi þess að stjórnarslit virðast ekki vera á borðinu. Það er að tækifærið verði nýtt til að gera allsherjar uppstokkun á ríkisstjórninni. Allt verði undir, ráðherraembætti flytjist jafnvel á milli flokka. Einhverjum kann að þykja það heillandi kostur. Þreyta er komin í stjórnarsamstarfið og því kjörið að stilla saman strengi að nýju og endurúthluta verkefnum. Endurnýja heitin almennilega. Slíkar æfingar myndu þó alltaf markast af einu: undirliggjandi óánægju. Það væri enda ekkert tilefni til að ráðast í allsherjar uppstokun á ríkisstjórninni ef stjórnarliðar væru ánægðir með störf ráðherra hinna flokkanna tveggja. Ríkisstjórnin væri með þessu endanlega að bera ósætti sitt á torg. Mesta klemman fælist þó í ráðherraskiptunum sjálfum. Núverandi ráðherrar hafa nú þegar lagt fram málaskrá sína, þ.e. hvaða málum þau hyggjast vinna að á þessum þingvetri, og því yrði nýjum ráðherrum þröngur stakkur sniðinn. Fráfarandi ráðherrar hafa þegar lagt upp áætlun ráðuneytisins fyrir næsta árið og enginn hægðarleikur fyrir nýjan ráðherra að kúvenda því. Ekki bætir úr skák að við erum stödd á næst síðasta ári kjörtímabilsins sem þarf að nýta vel ef koma á stórum málum í gegnum þingið. Fyrsta heila starfsárið sem nýir ráðherrar fá að móta eftir eigin höfði verður því í aðdraganda kosninga, þingvetur sem markast að jafnaði af margvíslegum átökum og fáum stórræðum. Þar að auki má ætla að persónulegur metnaður ráðherra og flokka muni þvælast fyrir uppstokkun. Sem fyrr segir hafa ráðherrar, að dómsmálaráðherra undanskildum, nýtt undanfarin ár til að sökkva sér í málaflokka sinna ráðuneyta og teiknað upp áætlun sem þeir vilja eflaust fylgja úr hlaði. Eru ráðherrarnir tilbúnir að hverfa frá því til þess eins að finna pláss fyrir Bjarna? Er Svandís tilbúin að gefa eftir matvælaráðuneytið og alla vinnuna sem býr að baki fyrirhuguðum breytingum hennar í sjávarútvegi til að finna pláss fyrir ráðherra sem braut af sér? Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að ráðast í uppstokkun, án þess að fá matvælaráðuneytið? Allt er þetta ólíklegt, en ekki útilokað. Hvað á að gera við ríkisstjórnina? Óhætt er því að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna. Á Bjarni að fá annan ráðherrastól? Ef svarið er nei gæti það þýtt endalok stjórnarsamstarfsins og að öllum líkindum kosningar, sem fáir stjórnarliðar virðast treysta sér í á þessari stundu. Ef svarið er já mun það setja fordæmi sem verður seint til þess fallið að slökkva elda á stjórnarheimili sem nú þegar logar stafna á milli. Nú er bara að bíða og sjá. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim. Klemma 1: Álit umboðsmanns Fyrsti hausverkurinn sem ríkisstjórnin – og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn – stendur frammi fyrir er hvernig skuli túlka álit umboðsmanns Alþingis. Í fljótu bragði mætti segja að tvær túlkanir séu mögulegar: Álitið er áfellisdómur yfir embættisverkum Bjarna Benediktssonar. Full innistæða sé því fyrir afsögn Bjarna enda hafi hann bersýnilega brotið af sér í embætti. Ákvörðun Bjarna sé því bæði skiljanleg og virðingarverð (í ljósi fárra fordæma fyrir afsögnum íslenskra ráðherra eftir sambærilega úrskurði). Forsendur álitsins eru gagnrýniverðar. Ekki sé tilefni til að Bjarni láti af embætti enda hnígi mörg rök að því að hann hafi ekkert gert af sér. Bjarni hrökklast því úr embætti fyrir litlar sakir. Fulltrúar stjórnarflokkanna hafa stuðst við einhvers konar sambræðslu þessara túlkana í viðbrögðum sínum síðustu sólarhringa. Bjarni hafi í raun ekki brotið alvarlega af sér – en samt sé skiljanlegt að hann hafi sagt af sér. Hvort það sé til marks um sterkan stjórnmálamenn, eins og Sjálfstæðismenn vilja meina, skal ósagt látið. Hvað á að gera við Bjarna? Hvað sem túlkunum líður standa stjórnarliðar frammi fyrir stórri spurningu: hvað á að gera við Bjarna? Vitaskuld væri snyrtilegast að ráðherra sem segir af sér eftir ávirðingar um brot í starfi hverfi úr ríkisstjórn, enda hefð fyrir því, en ef marka má fréttaflutning virðast aðrar útfærslur vera á borðinu. Skal engan undra, enda er stjórnarsamstarfið milli steins og sleggju. Öllum ætti nú að vera ljóst að ríkisstjórnin hangir á nánu samstarfi flokksformannanna þriggja. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa öll haft orð á því á undanförnum árum hvað traustið þeirra á milli sé gott. Bjarni sé raunar einn besti samstarfsmaður sem Katrín hefur átt. Stjórnmálaskýrendur telja þríeykið í raun vera límið sem haldi ósamstíga ríkisstjórn saman. Því er augljóst að andinn í ríkisstjórn myndi breytast ef þriðjungur límsins hverfur úr ríkisstjórn. Þar að auki verður það að teljast afkáralegt ef að formaður stærsta stjórnmálaflokksins í ríkisstjórninni eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið. Sitji áhrifalítill í þingsalnum meðal annarra óbreytta þingmanna. Í því ljósi er skiljanlegt að stjórnarflokkarnir vinni nú að því að finna hlutverk fyrir Bjarna í ríkisstjórninni (skal þá ósagt látið hvort annar ráðherrastóll fyrir Bjarna sé til marks um að hann hafi axlað ábyrgð eða sagt af sér í raun, eins og gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar benda á). Tveir valmöguleikar virðast vera í stöðunni: Klemma 2: Hrein stólaskipti Bjarni getur átt stólaskipti við annan ráðherra. Flokkarnir þrír skiptu með sér ráðherraembættum við upphaf kjörtímabilsins og því auðveldast fyrir Bjarna að skipta við annan ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur utanríkisráðuneytið oftast verið nefnt og myndi því Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verða fjármálaráðherra. Þetta virðist á pappírunum vera nokkuð einföld leið til að vinda ofan af stöðunni. Hins vegar er einn stór galli á þessari gjöf Njarðar: fordæmið. Pólitískir andstæðingar, innan sem utan ríkisstjórnar, bíða nú í ofvæni eftir að umboðsmaður Alþingis skili áliti sínu á embættisfærslum Svandísar Svavarsdóttur í tengslum við frestun hvalveiða í sumar. Fari svo að Svandís fái ákúrur, eins og flestir greinendur búast við, verður umsvifalaust gerð sú krafa að hún láti af embætti. Það verður að teljast skiljanlegt og eðlilegt eftir frumkvæði Bjarna á þriðjudaginn. Ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa á þeim tímapunkti haft stólaskipti eftir afsögn Bjarna væri því að sama skapi skiljanlegt og eðlilegt að Svandís geri slíkt hið sama. Bjarni myndi með stólaskiptum setja það fordæmi að þegar ráðherra þessarar ríkisstjórnar segir af sér þá fái hann annað ráðherraembætti í staðinn. Bjarni væri því að gera Guðmund Inga Guðbrandsson að sjávarútvegsráðherra, enda verður að teljast ólíklegt að Svandís yrði gerði að forsætisráðherra eftir brot í starfi. Ef marka má óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins með embættisfærslur Guðmundar Inga, ekki síst friðanir undir lok síðasta kjörtímabils, munu vafalaust margir Sjálfstæðismenn telja þarna farið úr öskunni í eldinn. Klemma 3: Uppstokkun Vilji Bjarni hins vegar ekki setja þetta fordæmi er í raun aðeins einn valkostur eftir, í ljósi þess að stjórnarslit virðast ekki vera á borðinu. Það er að tækifærið verði nýtt til að gera allsherjar uppstokkun á ríkisstjórninni. Allt verði undir, ráðherraembætti flytjist jafnvel á milli flokka. Einhverjum kann að þykja það heillandi kostur. Þreyta er komin í stjórnarsamstarfið og því kjörið að stilla saman strengi að nýju og endurúthluta verkefnum. Endurnýja heitin almennilega. Slíkar æfingar myndu þó alltaf markast af einu: undirliggjandi óánægju. Það væri enda ekkert tilefni til að ráðast í allsherjar uppstokun á ríkisstjórninni ef stjórnarliðar væru ánægðir með störf ráðherra hinna flokkanna tveggja. Ríkisstjórnin væri með þessu endanlega að bera ósætti sitt á torg. Mesta klemman fælist þó í ráðherraskiptunum sjálfum. Núverandi ráðherrar hafa nú þegar lagt fram málaskrá sína, þ.e. hvaða málum þau hyggjast vinna að á þessum þingvetri, og því yrði nýjum ráðherrum þröngur stakkur sniðinn. Fráfarandi ráðherrar hafa þegar lagt upp áætlun ráðuneytisins fyrir næsta árið og enginn hægðarleikur fyrir nýjan ráðherra að kúvenda því. Ekki bætir úr skák að við erum stödd á næst síðasta ári kjörtímabilsins sem þarf að nýta vel ef koma á stórum málum í gegnum þingið. Fyrsta heila starfsárið sem nýir ráðherrar fá að móta eftir eigin höfði verður því í aðdraganda kosninga, þingvetur sem markast að jafnaði af margvíslegum átökum og fáum stórræðum. Þar að auki má ætla að persónulegur metnaður ráðherra og flokka muni þvælast fyrir uppstokkun. Sem fyrr segir hafa ráðherrar, að dómsmálaráðherra undanskildum, nýtt undanfarin ár til að sökkva sér í málaflokka sinna ráðuneyta og teiknað upp áætlun sem þeir vilja eflaust fylgja úr hlaði. Eru ráðherrarnir tilbúnir að hverfa frá því til þess eins að finna pláss fyrir Bjarna? Er Svandís tilbúin að gefa eftir matvælaráðuneytið og alla vinnuna sem býr að baki fyrirhuguðum breytingum hennar í sjávarútvegi til að finna pláss fyrir ráðherra sem braut af sér? Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að ráðast í uppstokkun, án þess að fá matvælaráðuneytið? Allt er þetta ólíklegt, en ekki útilokað. Hvað á að gera við ríkisstjórnina? Óhætt er því að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna. Á Bjarni að fá annan ráðherrastól? Ef svarið er nei gæti það þýtt endalok stjórnarsamstarfsins og að öllum líkindum kosningar, sem fáir stjórnarliðar virðast treysta sér í á þessari stundu. Ef svarið er já mun það setja fordæmi sem verður seint til þess fallið að slökkva elda á stjórnarheimili sem nú þegar logar stafna á milli. Nú er bara að bíða og sjá. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun