Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 105-88 | Keflavík engin fyrirstaða fyrir Stólana Arnar Skúli Atlason skrifar 14. október 2023 21:04 Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson léku vel gegn Keflavík. Vísir/Hulda Margrét Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla unnu sannfærandi 105-88 sigur gegn Keflavík þegar liðið lék sinn fyrsta heimaleik í Subway deild karla þetta tímabilið þegar að Keflvíkingar mæta í heimsókn á Sauðárkrók í annarri umferð deildarinnar. Bæði lið hófu tímabilið á sigri. Keflavík hóf leikinn betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastóls, hann setti fyrstu stig kvöldsins og Keflavík var skrefi á undan í fyrsta leikhluta, sóknarleikur þeirra var betri en hjá Tindastól og náðu þeir að slíta sig frá þeim. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta. Svipað var upp á teningum í byrjun annars fjórðungs Keflavík sterkari aðilinn og Tindastóll að bjarga sér á þriggja stiga körfum til að halda í við gestina. Tindastóll náði upp stemningu í vörnina hjá sér og komust á ferðina og settu þrettán stig í röð á töfluna og snéru taflinu sér í vil, breyttu stöðunni úr 31-33 fyrir Keflavík í 44-33 fyrir Tindastól, þrettán stiga sprettur staðreynd, Keflavík náði aðeins að klóra í bakkann áður en hálfleikurinn var úti en Tindastóll leiddi í hálfleik 47-40. Keflavík hófu seinni hálfleikinn eins og þeir byrjuðu þann fyrri þeir náðu að vinna upp forustu Tindastóls og komast yfir í leiknum aftur og leiddu þegar Pavel tók leikhlé staðan 60-64 Keflavík í vil. Tindastóll kom sem allt annað lið út úr leikhlutanum og Þórir Þorbjarnarson og Callum Lawson sölluðu stigum á Keflavík og snéru leiknum aftur sér í vil og leiddu að þriðja leikhluta loknum 75-69. Tindastóls vélin hélt áfram að malla í 4 leikhluta og juku muninn jafnt og þétt út fjórðunginn, Keflavík hótaði að koma til baka en Tindastóll var bara miklu sterkari og leikurinn náði ekki að verða spennandi í fjórða leikhluta og því öruggur sigur Tindastóls staðreynd 105-88. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll náði að stoppa það sem Keflavík voru að gera og hægja á þeirra fljóta og kröftuga sóknarleik. Sóknarleikurinn gekk vel hjá Tindastól, varnarleikurinn ekki eins öflugur hjá Keflavík, Tindastóll tók 13 sóknarfráköst í kvöld. Hvað gekk vel? Þórir Þorbjarnarson var að leysa Pétur Rúnar af í dag og stóð hann sig mjög vel 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Tindastóll fékk rosalega flott framlag frá öllum sínum mönnum í kvöld og það var það sem skóp sigurinn, 5 leikmenn með 10 stig eða meira og allir að skila framlagi sem spiluðu. Fimm leikmenn hjá Keflavík skiluðu 10 stigum eða meira sem er skemmtilegt líka. Hvað gekk illa? Þegar Tindastóll komst á ferðina átti Keflavík erfitt með að stoppa þá, Voru að leyfa Tindastól að taka of mikið af sóknarfráköstum og Tindastóll fengu mikið að opnum skotum. Þurfa meira framlag frá Remy Martin hefði mátt skila meira framlagi fyrir þá en fyrst og fremst skoruðu Tindastóll auðveldlega og vörnin ekki upp á sitt besta Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Grindavíkur og leikið verður á föstudagskvöldið 20 október klukkan 20:15, Keflavík hins vegar fær sinn fyrsta heimaleik í vetur og það verður Valur sem heimsækir þá á fimmtudaginn 19. október klukkan 19:15 Pavel: Frábært að sjá hvernig allir stigu upp í dag Pavel Ermolinskij og lærisveinar hans skiluðu góðu kvöldverki. Vísir/Vilhelm Sigur í kvöld, hvað gerðu þið vel í kvöld til að vinna Keflavík? „Við gerðum alveg helling vel í dag, við náðum að spila við Keflavík þessu Keflavíkur liði þar sem þú þarft að ná tökum á lelkstíl raun og veru má segja, þú mátt ekki fara í þeirra leikstíl, það sem við gerðum vel í dag, þeir kaflar voru langir og góðir hjá okkur og við vorum að leiða leikinn, vörnin á móti virkilega góðu sóknarliði góð og svo gaman að sjá framfarir í sókninni , það er einhver tilfinningin að myndast fyrir mig sem þjálfara að sjá litla hluti byrjaði að myndast sem gleður mig mikið.“ Þú ert að fá gríðarlega mikið framlag frá öllum, hlýtur að vera sáttur með það: „Það stóðu sig allir virkilega vel vel í dag, svona er þetta oft í íþróttum menn detta út næstu menn koma inn, Orri og Hannes og allir þessari strákar, þeir strákar sem eiga að gera eitthvað gerðu meira, frábært að sjá hvernig allir stigu upp í dag, settir í þannig aðstöðu að þeir þurftu að gera það og stóðust það próf og enn og aftur jákvætt skref fram á við.“ Pétur: Miðað við alla tölfræði í hálfleik þá hefðum við átt að vera yfir Pétur Ingvarsson var að vonast til að sitt lið væri komið lengra en raun bar vitni. Keflavík Tap í kvöld, hvað taki þið út úr þessu? „Við þurfum allavega að spila harðari vörn ef við ætlum að vinna Tindastól“ „Þeir hertu varnarleikinn hjá sér og taka okkur út úr því sem við vorum að gera, miðað við alla tölfræði í hálfleik þá hefðum við átt að vera yfir“ Þú ert með nýtt lið í höndunum: „Já hélt samt að við værum komnir lengra í þessu, en við erum komnir lengra sóknarlega en ekki eins langt varnarlega þeir eru að skora 105 stig en hafa ekki skorað yfir 70 stig síðan í fyrra á seinasta tímabili, þeir hittu á góðan leik allavega.“ Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla unnu sannfærandi 105-88 sigur gegn Keflavík þegar liðið lék sinn fyrsta heimaleik í Subway deild karla þetta tímabilið þegar að Keflvíkingar mæta í heimsókn á Sauðárkrók í annarri umferð deildarinnar. Bæði lið hófu tímabilið á sigri. Keflavík hóf leikinn betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastóls, hann setti fyrstu stig kvöldsins og Keflavík var skrefi á undan í fyrsta leikhluta, sóknarleikur þeirra var betri en hjá Tindastól og náðu þeir að slíta sig frá þeim. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta. Svipað var upp á teningum í byrjun annars fjórðungs Keflavík sterkari aðilinn og Tindastóll að bjarga sér á þriggja stiga körfum til að halda í við gestina. Tindastóll náði upp stemningu í vörnina hjá sér og komust á ferðina og settu þrettán stig í röð á töfluna og snéru taflinu sér í vil, breyttu stöðunni úr 31-33 fyrir Keflavík í 44-33 fyrir Tindastól, þrettán stiga sprettur staðreynd, Keflavík náði aðeins að klóra í bakkann áður en hálfleikurinn var úti en Tindastóll leiddi í hálfleik 47-40. Keflavík hófu seinni hálfleikinn eins og þeir byrjuðu þann fyrri þeir náðu að vinna upp forustu Tindastóls og komast yfir í leiknum aftur og leiddu þegar Pavel tók leikhlé staðan 60-64 Keflavík í vil. Tindastóll kom sem allt annað lið út úr leikhlutanum og Þórir Þorbjarnarson og Callum Lawson sölluðu stigum á Keflavík og snéru leiknum aftur sér í vil og leiddu að þriðja leikhluta loknum 75-69. Tindastóls vélin hélt áfram að malla í 4 leikhluta og juku muninn jafnt og þétt út fjórðunginn, Keflavík hótaði að koma til baka en Tindastóll var bara miklu sterkari og leikurinn náði ekki að verða spennandi í fjórða leikhluta og því öruggur sigur Tindastóls staðreynd 105-88. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll náði að stoppa það sem Keflavík voru að gera og hægja á þeirra fljóta og kröftuga sóknarleik. Sóknarleikurinn gekk vel hjá Tindastól, varnarleikurinn ekki eins öflugur hjá Keflavík, Tindastóll tók 13 sóknarfráköst í kvöld. Hvað gekk vel? Þórir Þorbjarnarson var að leysa Pétur Rúnar af í dag og stóð hann sig mjög vel 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Tindastóll fékk rosalega flott framlag frá öllum sínum mönnum í kvöld og það var það sem skóp sigurinn, 5 leikmenn með 10 stig eða meira og allir að skila framlagi sem spiluðu. Fimm leikmenn hjá Keflavík skiluðu 10 stigum eða meira sem er skemmtilegt líka. Hvað gekk illa? Þegar Tindastóll komst á ferðina átti Keflavík erfitt með að stoppa þá, Voru að leyfa Tindastól að taka of mikið af sóknarfráköstum og Tindastóll fengu mikið að opnum skotum. Þurfa meira framlag frá Remy Martin hefði mátt skila meira framlagi fyrir þá en fyrst og fremst skoruðu Tindastóll auðveldlega og vörnin ekki upp á sitt besta Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Grindavíkur og leikið verður á föstudagskvöldið 20 október klukkan 20:15, Keflavík hins vegar fær sinn fyrsta heimaleik í vetur og það verður Valur sem heimsækir þá á fimmtudaginn 19. október klukkan 19:15 Pavel: Frábært að sjá hvernig allir stigu upp í dag Pavel Ermolinskij og lærisveinar hans skiluðu góðu kvöldverki. Vísir/Vilhelm Sigur í kvöld, hvað gerðu þið vel í kvöld til að vinna Keflavík? „Við gerðum alveg helling vel í dag, við náðum að spila við Keflavík þessu Keflavíkur liði þar sem þú þarft að ná tökum á lelkstíl raun og veru má segja, þú mátt ekki fara í þeirra leikstíl, það sem við gerðum vel í dag, þeir kaflar voru langir og góðir hjá okkur og við vorum að leiða leikinn, vörnin á móti virkilega góðu sóknarliði góð og svo gaman að sjá framfarir í sókninni , það er einhver tilfinningin að myndast fyrir mig sem þjálfara að sjá litla hluti byrjaði að myndast sem gleður mig mikið.“ Þú ert að fá gríðarlega mikið framlag frá öllum, hlýtur að vera sáttur með það: „Það stóðu sig allir virkilega vel vel í dag, svona er þetta oft í íþróttum menn detta út næstu menn koma inn, Orri og Hannes og allir þessari strákar, þeir strákar sem eiga að gera eitthvað gerðu meira, frábært að sjá hvernig allir stigu upp í dag, settir í þannig aðstöðu að þeir þurftu að gera það og stóðust það próf og enn og aftur jákvætt skref fram á við.“ Pétur: Miðað við alla tölfræði í hálfleik þá hefðum við átt að vera yfir Pétur Ingvarsson var að vonast til að sitt lið væri komið lengra en raun bar vitni. Keflavík Tap í kvöld, hvað taki þið út úr þessu? „Við þurfum allavega að spila harðari vörn ef við ætlum að vinna Tindastól“ „Þeir hertu varnarleikinn hjá sér og taka okkur út úr því sem við vorum að gera, miðað við alla tölfræði í hálfleik þá hefðum við átt að vera yfir“ Þú ert með nýtt lið í höndunum: „Já hélt samt að við værum komnir lengra í þessu, en við erum komnir lengra sóknarlega en ekki eins langt varnarlega þeir eru að skora 105 stig en hafa ekki skorað yfir 70 stig síðan í fyrra á seinasta tímabili, þeir hittu á góðan leik allavega.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti