„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 12:34 Sigríður hefur deilt myndum frá leitinni á Facebook en hún segir öll hræin hafa verið með svipaða áverka. Sigríður Jónsdóttir „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. „Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“ Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14