Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 12:10 AP/J. Scott Applewhite AP/J. Scott Applewhite Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira