Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 13:01 Versnandi loftgæði og náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga eru stórt lýðheilsumál að sögn sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“ Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“
Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira