Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 13:01 Versnandi loftgæði og náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga eru stórt lýðheilsumál að sögn sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“ Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“
Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira