Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 11:09 Jim Jordan í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Mark Schiefelbein Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01