Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:22 Vilborg Halldórsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju. Vísir/Getty Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira