Innlent

Tveir stungnir í að­skildum hópslags­málum

Árni Sæberg skrifar
Önnur hnífstungan var framin í miðbænum. Myndin er úr safni.
Önnur hnífstungan var framin í miðbænum. Myndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglu barst tilkynninging um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn hafði verið stunginn í slagsmálunum. Nokkru fyrr hafði verið tilkynnt um sams konar átök í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Kópavogi.

Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi verið með töluvert viðbragð vegna málsins í miðbænum og að nokkrir hafi verið handteknir við vinnslu þess og látnir gista fangageymslur. Þeirra bíði nú skýrslutökur.

Þá segir að sá stungni hafi verið fluttur á bráðamóttöku, þar sem gert hafi verið að áverkum hans. Ekkert segir um líðan hans.

Einn með skurð og nokkrir handteknir

Í dagbókinni segir að einnig frá tilkynningu um hnífstungu á þriðja tímanum í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar hafi nokkrir verið að slást og þegar lögreglu bar að garði einn verið með skurði eftir átökin. 

Sá hafi verið fluttur á bráðamóttöku og meintir gerendur handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×