Áfram stálp og stelpur! Sóley Tómasdóttir skrifar 24. október 2023 11:31 Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar