Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 20:31 Hlynur Steinsson er fuglaáhugamaður en ekki alþjóðlegur njósnari. arnar halldórsson Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“ Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“
Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira