Skoðun

Al­var­legar auka­verkanir ís­lensku krónunnar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Fjár­fest­ing stjórn­valda í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi er minni en á öðrum Norður­lönd­um. Og fátt ein­kenn­ir heil­brigðis- og öldrun­arþjón­ustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyr­ir að hér á landi sé starf­andi frá­bært heil­brigðis­starfs­fólk. Fjár­fest­ing­ í heilbrigðisþjónustu er lít­il á sama tíma og skatt­heimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veld­ur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi?

Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt?

Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjár­laga­frum­varpi. Vaxta­kostnaður er fjórði stærsti út­gjaldaliður rík­is­ins. Og auðvitað hefur þessi æv­in­týra­legi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjár­festa í heil­brigðisþjón­ustu og innviðum. Þess vegna geng­ur ekki upp í umræðu um fjár­lög og stöðu rík­is­ins að vilja ekki ræða kostnað rík­is­ins af skuld­um.

Árið 2021 námu skatt­tekj­ur hins op­in­bera að meðtöldu fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði næst­um 45% af lands­fram­leiðslu sam­kvæmt OECD. 45%. Aðeins Dan­mörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálg­ast heims­meist­ara­titil að þessu leyti.

Það er ótrúlega lít­il umræða um hversu háir skatt­ar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þess­ir háu skatt­ar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti.

Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×