„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 21:30 Orri Páll Jóhannsson er formaður þingflokks VG. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira