Mætir með tuttugu ára reynslu hjá Ölgerðinni til Kælitækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 10:13 Valur Ásberg hefur störf hjá Kælitækni á miðvikudag. Kælitækni Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann lét af störfum hjá Ölgerðinni í mars síðastliðnum. Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni. Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni.
Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira