Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 14:40 Maðurinn stal fjölda síma úr íþróttahúsi Þróttar og Ármanns að Engjavegi. Vísir/Árni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, sunnudaginn 30. október 2022, í íþróttamiðstöðinni Laugabóli í Reykjavík, stolið 66° Norður úlpu að óþekktu verðmæti, tveimur Iphone 11 símum að ætluðu verðmæti samtals 220.000 krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 50 þúsund krónur, Iphone 8 síma að ætluðu verðmæti 60 þúsund krónur, Samsung Galaxy A21 síma að ætluðu verðmæti 35.000 krónur og Iphone XR að óþekktu verðmæti. Þá var hann ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot, með því að hafa sama dag tekið í heimildarleysi bifreið, þar sem henni hafði verið lagt á bifreiðastæði við Laugaból og ekið henni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 20. október síðastliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið því tekið til dóms líkt og háttsemi hans væri sönnuð. Við ákvörðun refsingar hans var litið til þess að maðurinn á nokkuð langan sakaferil að baki og hefur hlotið nokkra dóma fyrir sömu háttsemi. Þá voru brot hans framin fyrir uppkvaðningu dóms sem hann hlaut árið 2022. Þá var hann dæmdur til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar og dómurinn nú því hegningarauki við þann dóm. Þá var einnig litið til játningar hans honum til refsimildunar og honum dæmdur þriggja mánaða hegningarauki. Með vísan til brotaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var ekki talið nauðsynlegt að svipta hann ökuréttindum þar sem hann hefur þegar verið sviptur þeim ævilangt. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 150 þúsund krónur, og aðrar 150 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira