Síminn vandamál en unnið að lausn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 15:33 Engar ráðstafanir vegna símanotkunar eru í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er, segir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum. Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum.
Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira