Leik Marseille og Lyon um helgina var frestað þar sem ráðist var á liðsrútu Lyon í aðdraganda leiksins. Rúða í rútunni brotnaði með þeim afleiðingum að nokkrir slösuðust. Þar á meðal Grosso en hann skarst illa á andliti.
Rannsókn er hafin á atvikinu og stefnt er að handtaka alla þá sem komu að árásinni. Nú þegar hafa níu manns verið handteknir. Þetta staðfesti Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, í viðtali.
Hann sagði að alls hefðu 500 lögreglumenn verið á vakt á meðan leik stóð. Níu þeirra slösuðust í átökum fyrir leik. Darmanin sagði að hegðun stuðningsmanna væri ábyrgð þeirra og félaganna sem þeir styðja.
Hann telur að enn eigi eftir að hafa hendur í hári nokkurra sökudólga en trúir því að myndefni úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við að bera kennsl á þá sem mun leiða til handtöku þeirra. Að lokum sagðist Darmanin vona að sökudólgarnir yrðu dæmdir í fangelsi.