Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Inga Sæland skrifar 31. október 2023 09:30 Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun