Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2023 13:49 Rúða brotnaði í nærliggjandi fjölbýlishúsi við byssuskot sem fór í rúðuna. Vísir/Berghildur Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða. Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28