Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 2. nóvember 2023 18:47 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ekki tímabært að gefa upplýsingar um aðild þeirra sem handteknir voru í tengslum við skotárásina. Vísir/Arnar Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent