Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:01 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00