Opið bréf til ríkisstjórnarinnar! Aðgerðir núna Hafdís Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun