Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 20:46 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fyrirtækið hefur hætt ferðum í Bláa lónið í bili. Vísir/Arnar/Egill. Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11