Upplýsum ferðamenn Sveinn Gauti Einarsson skrifar 7. nóvember 2023 09:01 Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slysavarnir Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun