Innlent

Víða heitavatnslaust annað kvöld

Árni Sæberg skrifar
Heitavatnslaust verður meðal annars í Garðabæ.
Heitavatnslaust verður meðal annars í Garðabæ. stöð 2/egill

Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt.

Í tilkynningu frá Veitum segir að stefnt sé að því að hleypa heitu vatni aftur á klukkan 03 og allir ættu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting klukkan 07 um morguninn þann 9. nóvember. 

Ástæðan fyrir heitavatnsleysinu sé viðgerð á Suðuræð sem nauðsynlegt er að ráðast í. 

Mikilvægt sé að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur og gott sé að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.

Eftirfarandi götur í Kópavogi verði ekki fyrir áhrifum af lokuninni: Hluti Urðarhvafs og Ögurhvarfs, Dimmuhvarf, Fornahvarf, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf, Breiðahvarf, Faxahvarf, Fálkahvarf, Funahvarf, Fellahvarf, Glæsihvarf, Kríunesvegur, Elliðahvammsvegur, Vatnsendi, Vatnsendablettur, Fagranes, Fróðaþing, Dalaþing, Gulaþing, Hólmaþing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×