Aðhald til varnar sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa. Garðabær stendur vel fjárhagslega. Skuldaviðmið er lágt og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum, en hefur hækkað samhliða vexti bæjarins undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ljóst að langvinn óvissa í efnahagsmálum hefur haft mikil áhrif á rekstur Garðabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Áfram toppþjónusta í Garðabæ Það er því áskorun okkar sem erum í framvarðasveit starfsfólks bæjarins að standa undir þessu þjónustuloforði. Það ætlum við að gera þrátt fyrir að síðustu ár hafi fjármögnun þessara góðu verka verið stöðugt erfiðari. Við höfum séð vexti, verðbólgu og laun hækka umtalsvert. Kröfur til bæjarins hafa aukist samfara gleðilegum og markvissum vexti bæjarins með mikilli fjölgun barnafjölskyldna í bænum. Við höfum því sett í forgrunn að vernda þjónustuna og okkar þjónustuloforð. Um leið stöndum við vörð um ábyrgan rekstur og sterka stöðu bæjarins. Við þurfum að bregðast við og leggjum áherslu á aðgerðir til að styrkja grunnrekstur bæjarins. Annars vegar með hagræðingu í rekstri og hins vegar með hærra álagningarhlutfalli útsvars. Hvað þýðir það? Jú, bæjarstjórn hefur núkynnt hagræðingaraðgerðir sem nema um 500m.kr. á ársgrundvelli eða um 2% af rekstrar útgjöldum bæjarins ásamt því að hækka útsvarshlutfall. Með þessu teljum við að við séum að skapa traustar undirstöður fyrir áframhaldandi sterkra stöðu bæjarins á öllum sviðum. Þess vegna förum við varlega af stað. Við hækkum útsvar hóflega samhliða því að við horfum á rekstur bæjarins og hagræðum. Einnig drögum við úr framkvæmdum. Íbúar í forgrunni Það gerist auðvitað ekki oft að við í Garðabæ hækkum skatta. Við metum þó stöðuna núna þannig að þetta sé nauðsynlegt skref og að þetta sé rétti tíminn. En ef skuldaviðmið er lágt og reksturinn stendur vel, hvers vegna erum við þá að grípa inn í? Jú, því við viljum búa í haginn fyrir framtíðina og standa vörð um trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Í því samhengi vil ég árétta að enn eru stór mál óútkljáð milli ríkis og sveitarfélaga, þar með Garðabæjar, um fjármögnun mikilvægra verkefna. Þó Garðabær standi vel þá er það skylda okkar að laga reksturinn að breyttum forsendum og þeim efnahagsaðstæðum sem blasa við. Það höfum við áður gert með góðum árangri, og staðið þannig vörð um hátt þjónustustig og lífsgæði fyrir íbúa í bænum. Með þessu getum við staðið vörð um þjónustuna okkar. Við erum framúrskarandi á því sviði og ætlum að vera það áfram. Áherslan er áfram á mikilvæga innviðauppbyggingu og endurbætur á skólahúsnæði. Við vitum líka að þetta eru tímabundnar aðstæður en við þeim þarf samt að bregðast. Álögur eru enn lágar í Garðabæ, lægstar af stærstu sveitarfélögunum og þó víðar væri leitað. Með framlagðri fjárhagsáætlun erum við að sýna ábyrgð í rekstri en erum samt enn að sækja fram með grandvörum og traustum hætti. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar