Innlent

Skelkaðir hótel­gestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gestir á hóteli Bláa lónsins hafa ekki farið varhluta af hristingi næturinnar. Sumum er nóg boðið og eru farnir.
Gestir á hóteli Bláa lónsins hafa ekki farið varhluta af hristingi næturinnar. Sumum er nóg boðið og eru farnir. Vísir/Vilhelm

Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta, og haft eftir bílstjóra á svæðinu. Fólkið sem hann hafi sótt hafi verið í mikilli geðshræringu vegna skjálftanna.

Um sé að ræða tugi fólks sem vilji komast burt, og að óskað hafi verið eftir bílum fyrir minnst 40 farþega, sem fara eigi með á hótel á Reykjanesskaga eða í Reykjavík. 

Þá hafi grjót hrunið á vegg við anddyri hótelsins. 


Tengdar fréttir

Sá stærsti 5,0 að stærð

Fjöldi kröftugra jarðskjálfta með upptök á Reykjanesskaga hefur riðið yfir nú eftir miðnætti í kvöld. Klukkan 01:24 reið yfir skjálfti sem mældist 4,7 að stærð samkvæmt Veðurstofunni. Sá átti upptök sín um þrjá kílómetra norður af Grindavík, en fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík í nótt. 

„Það er lík­legra en ekki að það verði ekki svarta myndin“

Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×