Innlent

Bláa lóninu lokað í viku en starfs­menn fá greitt og gestir endur­greitt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmenn fá borgað þrátt fyrir lokunina og gestir endurgreitt.
Starfsmenn fá borgað þrátt fyrir lokunina og gestir endurgreitt. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið.

Frá þessu er greint í tilkynningu sem barst fjölmiðlum rétt í þessu.

Lokunin mun taka gildi í dag og standa til klukkan 7 að morgni 16. nóvember.

Staðan verður metin í framhaldinu.

„Truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn eru megin ástæður lokunarinnar. Bláa lónið hf. mun fylgjast með framgangi hræringanna næstu sólahringa og meta stöðuna.

Okkar frábæru og tryggu starfsmenn fá greidd full laun meðan á lokun stendur og gestir fulla endurgreiðslu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×