Samstaða um tafarlaust vopnahlé Orri Páll Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel. Ísland hefur verið í fararbroddi þeirra þjóða sem styðja Palestínubúa, við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 2011. Og nú er íslenska þjóðþingið meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til þess að kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Ástandið á Gasa hefur oft verið skelfilegt en aldrei eins og núna og það gengur öllum djúpt inn að hjartarótum að horfa á fréttir, sjá og lesa vitnisburði þeirra sem eru í aðstæðunum þar sem gegndarlaust og hryllilegt ofbeldi á sér stað. Eitt ofbeldisverk réttlætir aldrei annað og þegar börn og aðrir saklausir borgarar lenda í víglínunni er afstaða með mannúð og gegn stríði eina afstaðan sem hægt er að taka. Eina. Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af framgangi stríðsins í vanmætti sínum hér lengst norður í hafi. Íslensk stjórnvöld hafa gert vel með því að auka framlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og með ályktuninni sem við samþykktum í dag er ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar. Til að þau framlög nái að nýtast sem best er nauðsynlegt að komið verði á vopnahléi svo hægt sé að veita bráðnauðsynlega neyðarstoð strax. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur alltaf látið sig málefni Palestínu varða og hreyfingin var einmitt í ríkisstjórn þegar Íslendingar lýstu yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu. Ísland hefur í sögulegu samhengi staðið með Palestínu og palestínskum borgurum. Það er því í fullu samræmi við almennan vilja íslensku þjóðarinnar, sem var lýst í afgreiðslu Alþingis árið 2011, að við stöndum þétt með íbúum Palestínu. Og við verðum að muna að þó athygli heimsins beinist að Gasa-svæðinu núna þá er staða íbúa Vesturbakkans ekki góð heldur. Það er því áfram verk að vinna við að gera hvað í okkar valdi stendur svo líf palestínsku þjóðarinnar geti orðið mannsæmandi, bæði þeim og okkur öllum sem byggjum þennan heim. Ég hef sagt það áður að allt þref um texta og orðalag er hjóm í samhengi þess hryllilega ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er ánægjulegt að það skyldi nást einróma samstaða milli allra flokka á Alþingi um þessa tillögu. Mér finnst það þinginu til sóma. Þetta eru skýr skilaboð frá Íslandi til umheimsins um það hver afstaða okkar er til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun