Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði? Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti. Allir eru sammála um kosti þess að skipta út jarðefnaeldsneyti og verða efnahagslega sjálfstæð þjóð þegar kemur að orkunotkun. Fyrr á þessu ári kom babb í bátinn. Sveitarfélögin sem hafa megnið af orkuvinnslunni í sínu nærumhverfi sýndu fram á það að það að takmarkaður ávinningur er fyrir nærsamfélagið í núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu. Orkumannvirki skila takmörkuðum störfum í sitt nærumhverfi og 95% af orkumannvirkjum eru undanþegin fasteignasköttum. Sveitarfélögin með orkumannvirkin í sínu nærumhverfi fá því ekki tekjur í gegnum lögbundna tekjustofna sína. Þess vegna hættu fjölmörg sveitarfélög að skipuleggja orkumannvirki í byrjun þessa árs og við horfðum fram á virkjanastopp á sama tíma og við ætluðum að fara í orkuskipti. En hvað hefur gerst síðan? Jú, sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna og lagt fram fullmótaðar tillögur um hvernig hægt er að skapa sanngjarna umgjörð svo nærumhverfi orkuvinnslu fái sanngjarnar tekjur af grænni orkuframleiðslu. Breið samstaða er á bak við tillögurnar hjá sveitarfélögunum. Engir aðrir hagaðilar orkuframleiðslu né ríkisvaldið hafa komið fram með tillögur um breytingar á núverandi lagaumgjörð sem tryggir forsendur þess að ríkið og sveitarfélögin geti farið að vinna saman að boðuðum orkuskiptum. Kröfur sveitarfélaganna eru ekki miklar, einungis að orkufyrirtækin á Íslandi greiði sambærilega skatta til sveitarfélaganna eins og í Noregi. Í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kemur fram að ef undanþága orkufyrirtækjanna frá lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga yrði afnumin og greiddur yrði skattur til sveitarfélaganna í samræmi við tillögur sveitarfélaganna þyrfti verð á rafmagni að hækka um 0,5 kr./kWst ef því yrði veitt að fullu út í verðlagið, sem engin þörf er á að gera þar sem arðsemi orkufyrirtækjanna hleypur á tugum milljarða. Meðal raforkunotkun heimilis er 5.000 kWst á ári. Að velta öllum kostnaðinum út í verðlagið þýðir árs hækkun uppá 2.500kr. eða 208kr. á mánuði fyrir meðal heimili á Íslandi. Boltinn liggur því hjá ríkisvaldinu að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofni sveitarfélaganna og skapa sanngjarna lagaumgjörð fyrir ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin eru sannarlega tilbúin í orkuskipti sem auka lífsgæði allra íbúa landsins, bæði íbúa í nærumhverfi orkuvinnslu sem og þeirra sem nota orkuna. Höfundur er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun