Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 11:01 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira