Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 11:01 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira