Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:19 Reykjanesið hóf að hristast um áttaleytið í morgun en liðin nótt var tiltölulega róleg. Vísir/Vilhelm Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58
Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30