Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:19 Reykjanesið hóf að hristast um áttaleytið í morgun en liðin nótt var tiltölulega róleg. Vísir/Vilhelm Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58
Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30