Innlent

Fáir mættir í fjölda­hjálpa­rstöðvarnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá einni fjöldahjálparstöðvanna.
Frá einni fjöldahjálparstöðvanna. Kristín Thorsteinsen

Starfsemi fjöldahjálparstöðvanna fer hægt af stað. Þar fá þeir sem mæta skjól, hressingu og sálarhjálp. 

Þetta segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi, Rauða krossins í samtali við fréttastofu.

Stöðvarnar eru fjórar talsins og eru í íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi.

„Þær eru komnar í gang en það eru ekki margir komnir. Þetta fer bara rólega af stað. Það er að tínast mjög hægt inn. Það eru tíu komnir í Kórinn. Það eru ekki stórar tölur eins og er,“ segir Oddur.

Oddur segir að ekki sé stefnt á að opna nýja fjöldahjálparstöð sem stendur. 

„Þessar fjöldahjálparstöðvar ættu meira en að duga eins og staðan er núna. Við teljum ekki líkur á því að  fleiri verði opnaðar. Sérstaklega á meðan það er ekki einu sinni rýming búin að eiga sér stað. Jafnvel þó það verði rýming geri ég ekki ráð fyrir að við opnum fleiri, ég held að þetta muni anna eftirspurn,“ segir Oddur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×