„Það er ekkert nýtt að frétta en vísindamenn Veðurstofu funda núna kl. 09:30 og svo er stöðufundur hjá viðbragðsaðilum, samhæfingarstöð í Skógarhlíð og aðgerðarstjórn í Reykjanesbæ klukkan 11:00,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri í samtali við Vísi.
Eins og fram hefur komið vonast almannavarnir til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund. Það sé þó ekki hægt að taka ákvörðun um það nema að loknum fundi, þar sem farið verði yfir hættumat og nýjustu gögn.
„Nú er biðstaða,“ segir Úlfar. „Það er enginn inni á svæðinu, en við höldum því öruggu. Við erum með okkar menn á lokunarpóstum. Svo verðum við að bara að bíða sjá til hvað kemur fram á þessum fundi.“