„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2023 11:26 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar. Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar.
Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26