Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 22:02 Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts og Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, biðu við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í allan dag. Þær vilja bjarga dýrunum sem urðu eftir í Grindavík. Stöð 2/Einar Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum. Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum.
Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira