Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 10:47 Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þetta tjón á hjúkrunarheimilinu í Grindavík strax. Vísir/Vilhelm Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira