Virkjum kraft tilhlökkunar Ingrid Kuhlman skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun