Virkjum kraft tilhlökkunar Ingrid Kuhlman skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun