Að Háma í sig pening Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 14:00 Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun