Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 10:12 Upplýsingaskilti á flugvellinum hafa haft ensku í fyrrirrúmi síðan árið 2016. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“ Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“
Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira